heim forsaga golfvöllur klúbbhús æfingahús frístundahús hluthafar samband

 

Golfborgir - þar sem byggður verður hágæða golfvöllur að Minni Borg í Grímsnesi.
Nýr fjárfestingamöguleiki

  • Vilt þú ganga í fámennan eigendahóp að einum vandaðasta golfvelli landsins, sem hannaður er af Edwin Rögnvaldssyni golfvallahönnuði?
  • Vilt þú eiga sumaraðsetur með fjölskyldu þinni í lúxus frístundahúsi á miðjum golfvellinum?
  • Vilt þú njóta veitinga í einu glæsilegasta klúbbhúsi landsins?

    Taktu frá nokkrar mínútur og skoðaðu eitt mest spennandi golfverkefnið sem í gangi er hér á landi og gakktu í hóp meðeigenda.

.

 

Af hverju Golfborgir?
Áhugi á golfíþróttinni hefur aukist mjög hér á landi síðustu ár, meira en á nokkurri annarri íþróttagrein. Fjölmargir vellir hafa verið byggðir síðustu ár um allt land og hefur ekki tekist að anna eftirspurn með aðgang að völlum á Reykjavíkursvæðinu enda hefur aðsókn á flesta þeirra farið fram úr björtustu vonum. Nú er svo komið að nokkrir golfklúbbar taka ekki við nýjum félögum og golfleikarar eru farnir að ferðast all miklar vegalengdir til að komast á góða velli. Það er að verða troðningur á bestu golfvöllunum.

Margt bendir til þess að aðsókn erlendra golfáhugamanna að völlum landsins sé að aukast. Aldrei hafa eins mörg mót verið skipulögð fyrir erlenda þátttakendur og verða á næstu árum. Álagið mun því enn aukast á bestu vellina á höfuðborgarsvæðinu. Það tekur aðeins klukkustund að aka á Golfborgasvæðið frá Reykjavík.

Golfborgamódelið er þekkt erlendis, það hefur verið mjög eftirsótt og færri komist að en vilja. Sem sagt, mjög áhugaverður fjárfestingarmöguleiki.

Kynntu þér málið, skoðaðu golfvöllinn, klúbbhúsið og frístundahúsin, sem byggð verða á svæðinu.

 

eXTReMe Tracker