NYganga

Avon walk Forsíða Hópurinn : Málefnið : Styrktaraðilar Blog.is um okkur

Golden Wings
Avon gangan í New York helgina 4. - 6. oktober 2007.

Gengnir voru samtals 63 km á tveimur dögum.  43 km á laugardeginum og 20 km á sunnudeginum. Veðrið var frábært þó heitt væri. Hitinn fór yfir 30° stig. Skipulagið á göngunni í það heila var ljómandi gott.  Það var séð til þess að við fengum nóg að drekka og borða til að halda okkur gangandi,  voru um  5-6 km milli stöðva.  Við erum allar sammála um það að þetta var erfið ganga aðalega vegna hitans og þar sem stöðugt var gengið á malbiki.  En þvílíkt ævintýri að sjá New York borg á þennan hátt. Ólýsanlegt!  Gengið var yfir þrjár brýr; Manhattan Bridge, Brooklyn Bridge og George Washington Bridge. Á fyrri deginum endaði gangan í Wellness Willage í New Jersey, þar sem beið okkar matur, joga, nudd og allskonar önnur afslöppun.

Við hittum "Göngum saman" hópinn í göngunni.  Frábært að sjá hvað þau heldu íslenska fánanum á lofti í göngunni.  Frábær hópur.
Fyrir okkur sem gistum ekki í "Wellness Willage" bættist töluverður tími við að koma okkur upp á hótel áður en við komumst í hvíld. Það var ekki eins og að hlaupa upp í leigubíl á okkar litla Íslandi og skjótast upp á hótel, nei við lentum í biðröð, þar sem skipt var í holl þar til komið var að okkur  að komast í rútuna sem keyra átti okkur upp á Sheraton Hotel og þaðan þurfum við svo að ganga yfir á hótelið okkar, um 15 mínútna ganga til viðbótar, uff og þá var gott að komast í bað og upp í gott rúm.

Við áttum von á því að sunnudagurinn yrði erfiður því þrjár af okkur fimm lentu í vandræðum með fæturnar á sér. Ein okkar taldi um það bil 30 blöðrur á fótum á sér og önnur í hópnum fékk ígerð í stóru tánna og enn áttum við eftir að ganga 20 km.  En sunnudagurinn var stórkostlegur og við vorum framalega í göngunni þegar hún lagði af stað.  Við ráðleggjum þeim sem ætla að taka þátt í svona göngum í framtíðinni að koma sér framarlega þegar gangan byrjar.   Allt mun snyrtilegra.  

GoldenWings
Að lokinni göngu. Á myndinni eru frá vinstri Sissa, Svana, Svava, Lena og Ásdís.

Við vorum að vonum mjög ánægðar þegar við höfðum lokið göngunni kl.12:30 á sunnudeginum.

Á mánudagskvöld var "Göngum saman" hópnum ásamt "Golden Wings" í móttöku á alræðisskrifstofuna í New York í tilefni göngunnar.  Móttakan fór fram í The Union League Club sem er til húsa 38 East 37th Street og er á milli Park Avenue og Madison Avenue.  Við misstum að vísu að opnunarræðunni sem Magnús Gústafsson hélt þar sem við mættum aðeins of seint.  Góðmennt var og mátti meðal annarra sjá Steingrím J. Sigfússon á svæðinu.  Frábær kvöldstund.

Frábær tilfinning að hafa tekið þátt í Avon göngunni og látið gott af okkur leiða með þeim hætti.  Hver okkar greiddi 1.800 dollara þátttökugjald og samtals færðum við því Avon 9.000 dollara í baráttuna gegn brjóstakrabbameini, en það eru rúmlega 600.000.- ísl. krónur.  Við ákváðum að safna þátttökugjaldinu hérna heima og þegar við höfðum greitt allt sem greiða þurfti áttum við eftir rúmlega 160.000.- krónur eftir.

Það var svo í byrjun desember að hópurinn mælti sér mót við Guðrúnu Agnarsdóttur hjá Krabbameinsfélaginu og afhenti  fjárhæðina. Guðrún tók á móti okkur með fríðu föruneyti og bauð til hádegisverðar.  Mjög skemmtileg stund sem við áttum þar með þeim.

Nú er komið nýtt ár og tími til að spýta í lófana á ný og halda áfram göngunni til góðs.

Að þessu sinni ætlum við að hafa þetta með aðeins öðrum hætti.  Í ágúst mánuði ætlum við að ganga Fimmvörðuhálsinn.  Þetta er skemmtileg dagleið, sem byrjar við Skóga og endar í Þórsmörk. Skráningargjald verður 10.000.- krónur fyrir einstakling eða fjölskyldu. Ekkert verður innifalið í þessari upphæð, því hún á að ganga óskipt til baráttunnar gegn brjóstakrabbameini.  Við ætlum að fá sem flesta til að taka þátt í þessu með okkur.  Ganga til góðs frábæra gönguleið.  Hugmyndin er sú að gista í Básum og borða saman þar og eiga góða stund.  Allir í Icelandair Group eru hvattir til að taka þátt í þessu með okkur og munum við innan tíðar hefja skráningu í gönguferðina.  

English version preview