heim forsaga golfvöllur klúbbhús æfingahús frístundahús hluthafar samband


Golfborgir - þar sem byggður verður hágæða golfvöllur að Minni Borg í Grímsnesi.
Æfinga- og áhaldahús

Æfingahöll ásamt kennsluaðstöðu, áhaldahúsi og verkstæði - Lýsing á húsinu

Byggð verður sérstök æfingahöll til að æfa pútt og styttri högg innandyra. Stefnt er að því að rækta flöt með lifandi grasi innandyra, sem er einsdæmi svo vitað sé til. Flötin er ætluð til æfinga á stutta spilinu, en umhverfis hana verða sandgryfjur af mörgum gerðum, t.d. með þurrum og blautum sandi. Reynt verður eins og kostur er að líkja eftir þeim mismunandi aðstæðum sem kylfingar lenda jafnan í við flatirnar. Þar verða nokkrar kennslustofur og setuaðstaða fyrir þreytta golf iðkendur. Þá verður gert ráð fyrir æfingabásum utan á æfingahöllinni fyrir lengri högg.  Einnig er gert ráð fyrir góðu púttsvæði og teigum utan við æfingahöllina, eins og sjá má á teikningum hér. Samtengt verður áhaldahús og verkstæði fyrir starfsmenn Golfborga hf.


Golfborgir

 

Útisvæði:
Húsið er staðsett á æfingasvæði Golfborga hf vestan Sólheimavegs. Samtengdir húsinu eru æfingabásar þar sem golfiðkendur æfa lengri högg. Gert er ráð fyrir æfingaaðstöðu á þremur hæðum, þar sem auðvelt verður að nálgast kúluvélar eða að bregða sér inn til að nálgast hressingu. Við hlið hallarinnar verður einnig stórt teigsvæði með lifandi grasi, sem kylfingum verður gert kleift að nota eins oft yfir sumartímann og kostur er. Það gerir vissulega gæfumuninn að geta æft lengri högg af alvöru grasfleti, en slík aðstaða er ekki algeng hérlendis, enda erfitt að halda góðum grasteig við þegar ágangur á honum er mikill. Sjá teikningu af æfingasvæðinu. Göngustígur og golfbílavegur verður milli klúbbhúss og æfingahúss. Mun hann liggja í gegnum göng undir Sólheimaveg. Þá verða einnig stór bílastæði við æfingahöllina. Gert er ráð fyrir að æfingaaðstaðan verði opin allt árið.

Jarðhæð:
Æfingahöllin er um 640 fm að stærð. Þar er gert ráð fyrir að rækta grasflöt innandyra, sem notuð verður við æfingar styttri högga, þannig að menn geta fylgst með rennsli kúlnanna eftir æfingahöggin. Þar verða nokkrar tegundir af glompum, allt eins raunverulegt og mögulegt er innandyra. Þá verður púttsvæði með gervigrasi eftir endilangri höllinni. Reikna má með að einhver tilraunabragur verði með höllina til að byrja með, enda hefur slík aðstaða hvergi verið sett upp á Íslandi.

Á jarðhæð í hinum enda hússins verður áhaldahús svæðisins um 400 fm að stærð. Í kjarna milli þess og æfingahallarinnar verður um 250 fm verkstæði og aðstaða fyrir vélamenn Golfborga hf. Við áhaldahúsið er einnig gert ráð fyrir geymslusvæði fyrir jarðefni til viðhalds golfvallarins.

Önnur hæð:
Milli æfingahúss og áhaldageymslu er á annari hæð hússins aðstaða til kennslu og fundahalda. Þar verður einnig veitingastofa, með útsýni inn í æfingahöllina. Vallarstjóri mun hafa skrifstofu á þessari hæð og starfsmenn hans sérstaka aðstöðu.