heim forsaga golfvöllur klúbbhús æfingahús frístundahús hluthafar samband


Golfborgir - þar sem byggður verður hágæða golfvöllur að Minni Borg í Grímsnesi.
Golfklúbburinn "Borgir"

Spurningar og svör um Golfborgir.

Hverjir verða eigendur Golfborga?


Golfborgir hf er eignarhaldsfélag um golfvöll og tilheyrandi húseignir á landi félagsins að Minni-Borg í Grímsnes og Grafningshreppi. Núverandi eigendur félagsins eru stofnendur og framkvæmdaraðilar. Hugmynd núverandi eigenda er að fá fáa fjárfesta að verkefninu á framkvæmdartíma og en athuga síðar hugsanlega eignaraðild væntanlegra klúbbfélaga.

Það mun verða stofnaður Golfklúbburinn Borgir, líklega sem íþróttafélag innan vébanda Golfsambands Íslands og ÍSÍ.

 

Hverjar verða eignir félagsins?


Félagið mun eiga landið sem völlurinn er á sem og golfvöllinn sjálfan. Þá verður golfskálinn eign félagsins með öllum innréttingum. Sömuleiðis land undir æfingasvæði vestan við Sólheimaveginn, æfingahöll, sérstakt þjónustuhús með vélageymslu og fleira.

Hvernig verður rekstri félagsins háttað?


Félagið mun sjá um allan rekstur golfvallarins, golfskálans og æfingahallar. Skipuð verður stjórn úr eigendahópnum. Hún ræður sér framkvæmdastjóra í fullt starf sem verður með vinnustöð á svæðinu. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð gagnvart stjórn félagsins. Hann mun sjá um allan almennan rekstur á vellinum og öllum húsakosti. Þá verður ráðinn sérstakur yfirumsjónarmaður vallarins, en lögð verður áhersla á að þar sé vanur golfvallarstarfsmaður ráðinn. Hann mun sjá um skipulag allrar viðhaldsvinnu á vellinum. Til greina kemur að bjóða út veitingarekstur í golfskálanum.

Hvernig fæ ég nánari upplýsingar?


Með því að senda okkur póst á info@golfborgir.is með símanúmeri, þar sem við getum haft samband.