heim forsaga golfvöllur klúbbhús æfingahús frístundahús hluthafar samband

 

Golfborgir - þar sem byggður verður hágæða golfvöllur að Minni Borg í Grímsnesi.
Klúbbhúsið hönnun

Ásmundur Jóhannsson byggingafræðingur sér um útfærslu og hönnun klúbbhússins.

 

Ásmundur lauk námi sem húsasmiður árið 1960, húsasmíðameistari frá árinu 1965. Hann lauk námi sem byggingafræðingur 1964 og hefur starfað að arkitektateikningum síðan. Réttindi sem aðalhönnuður til byggingarnefnda frá árinu 1967.

Ásmundur rekur ARKO, sem hann stofnaði ásamt félögum sínum Jóni Róbert Karlssyni og Jóni Kaldal.
Verkefni ARKO hafa verið margbreytileg, allt frá pylsuvagni til glæsibygginga af ýmsum toga.

Nokkur dæmi:

- Fyrsti skyndibitastaðurinn: Sælkerinn í Hafnarstræti og fjöldi veitingastaða. (Broadway í Mjódd, Hollywood, Þórskaffi, Glaumbær, Sjallinn á Akureyri, Kaffi Reykjavík og Naustið)

- Íbúðarhúsnæði af ýmsum toga; einbýli, raðhús og fjölbýlishús. (Allar blokkirnar sem Byggung byggði á sínum tíma.)

- Nokkur verslunar- og iðnaðarhús víða um land og SPRON húsið við Hátún.