heim forsaga golfvöllur klúbbhús æfingahús frístundahús hluthafar samband

 

Golfborgir - þar sem byggður verður hágæða golfvöllur að Minni Borg í Grímsnesi.
Frístundarhús á golfvellinum.

Byggð verða sautján heilsárshús inni á golfvallarsvæðinu sjálfu, sem verða í eigu Golfborga. Fyrst verða byggð 9 hús í gönguvegalengd frá Klúbbhúsinu, þar sem hvert hús er með 4 lúxus herbergi, hvert með sitt baðherbergi með sturtu. Þá er gert ráð fyrir að geta síðar byggt 8 hús til viðbótar inn á vellinum. Sérstakt hlið verður á brautinni að húsunum við golfskálann. Þessi hús eru í eigu félagsins og eru fyrst og fremst ætluð til notkunar fyrir eigendur félagsins og væntanlega þá einnig aðra félaga í golfklúbbnum. Húsin verða annars vegar um 125 fm á einni hæð og svo hins vegar 75 fm að stærð með um 35 fm svefnlofti að auki. Þá er um 80 fm verönd við hvert hús með heitum potti og fleiri þægindum. Húsin verða vel búin, vönduð rúm, stofuhúsgögn, sjónvarp, hljómflutningstæki ásamt vönduðum tækjum og tólum í eldhúsi. Í hverju húsi geta auðveldlega gist 10 til 12 manns og mun fleiri komið saman, þar sem stofa er mjög rúmgóð. Lögð verður áhersla á góða þjónustu við íbúa húsanna, þeim standa t.a.m. veitingar til boða frá veitingahúsi staðarins.

 

Tveir húsakjarnar á vellinum

Hús með herbergjum hvert með sér baðherbergjum.

Hús gerð fyrir hópa og fjölskyldur.