heim forsaga golfvöllur klúbbhús æfingahús frístundahús hluthafar samband

 

Golfborgir - þar sem byggður verður hágæða golfvöllur að Minni Borg í Grímsnesi.
Golfvöllurinn

Minni Borg í Grímsnesi er í 75 km fjarlægð frá Reykjavík. Landið Minni Borg liggur við Biskupstungnabraut, fjölfarna leið til þekktra ferðamannastaða eins og Laugarvatns, Gullfoss og Geysis. Þá er stutt frá Minni Borg á Þingvelli, í Kerið í Grímsnesi og til fleiri áhugaverðra ferðamannastaða. Í nágrenni Minni Borgar er fjölmennasta sumarhúsabyggð landsins. Ýmiss konar afþreying er nú þegar í boði í sveitinni og næsta nágrenni. Þá eru sundlaugar í næsta nágrenni, á Laugarvatni, við Ljósafoss og á Selfossi. Verið er að ljúka byggingu sundlaugar í göngufjarlægð frá svæðinu að Borg, en hún verður væntanlega opnuð sumarið 2006. Á Borg er verslun og aðstaða til ráðstefnu- og námskeiðahalds.

Staðið á væntanlegu bílastæði Klúbbhúss og horft til Borgar.